Björg setti Íslandsmet í 600 m hlaupum 12 ára stúlkna á silfurleikum ÍR

Í síðasta mánuði setti Hattarinn Björg Gunnlaugsdóttir Íslandsmet í 600 m hlaupi 12 ára stúlkna á Silfuleikum ÍR í Reykjavík en hún hljóp 600 metrana á 1,43:87. 

Björg náði einnig glæsilegum árangri í öðrum greinum og varð í 1. sæti í þrístökki með 9,97m stökk og 60m með 8,66 sek. Stórkostlegur árangur og miklar bætingar hjá þessum efnilega iðkenda.

Þetta er vel við hæfi á Silfurleikum ÍR en nafnið er tileinkað Vilhjálmi Einarssyni og afreki hans. Á myndinni hér að neðan má sjá Björgu á verðlaunapalli fyrir miðju.

 

alt