Öldungarmót í blaki 2012

Þá er stærstu blakhelgi ársins lokið og fór Höttur með þrjú kvennalið og eitt karlalið á Öldungarmót í blaki í Fjallabyggð.

Karlaliðið keppti í þriðju deild og vann hana með stæl og spilar því í annarri deildinni á næsta ári.

Eitt kvennalið keppti í þriðju deild og stóð sig mjög vel og varð í fjórða sæti og heldur sig því í þeirri deild.

Kvennaliðin sem spiluðu í sjöundu og tíundu deild féllu bæði niður um deild.

Allir voru sammála um að helgin hafi tekist vel og að Fjallabyggð má vera stolt af góðu móti. Við munum svo fjölmenna að ári þegar móti verður haldið í Kópavogi.

Blakdeildin óskar öllum til hamingju með frábæran árangur.

75240 448388678511694 100000216962755 2035793 1738857354 n

Jón Grétar, Aðalsteinn, Guðgeir og Gunnlaugur taka á móti bikarnum. Á myndina vantar Guðjón, Magnús og Kára Val.

 

561292 448378981845997 100000216962755 2035644 1962041870 n

Stelpurnar í þriðju deildinni. Efri röð: Elínborg, Valla, Gunna Valla og Hjördís þjálfari. Neðri röð: Jóney, Valdís og Helga Jóna.