Vorönn 2011

Æfingar eru byrjaðar hjá meistaraflokki karla og kvenna í blakinu. Engar breytingar urðu á æfingatíma karla, þeir eru enn í Fellabæ á þriðjudögum kl. 20 og fimmtudögum kl. 19:30. Sameiginlegur skemmtitími er einnig á sunnudögum kl. 16.

Breyting hefur orðið á æfingatíma í meistaraflokki kvenna. Nú eru æfingar á mánudögum kl. 20-21 og miðvikudögum kl. 21-22:30 í íþróttahúsinu Egilsstöðum.

Þjálfarar eru sem fyrr Jón Grétar Traustason og Elínborg Valsdóttir.

Krakkablakið (Blak-karfa-frjálsar) er síðan á sínum stað á þriðjudögum kl. 18 og laugardögum kl. 13 og þjálfari þar er áfram Brynjar Gauti Snorrason.