Tveir mikilvægir sigrar og Hattarmenn efstir í körfunni

Körfuboltadeildin óskar Hreini Gunnari innilega til hamingju með að verða valinn körfuboltamaður Hattar 2014.  Hreinsi er mikill baráttumaður og lykilleikmaður í liðinu og er vel að titlinum kominn.  Það var ekki síður ánægjulegt að Hafsteinn Jónasson hafi fengið starfsmerki Hattar fyrir störf í þágu félagsins.  Frábær félagsmaður, Hafsteinn, og hefur skilað ómetanlegu starfi fyrir körfuboltadeildina í mörg herrans ár.

Höttur trónir nú eitt efst í 1. deildinni eftir tvo afar mikilvæga sigra í síðustu leikjum.  Strákarnir gerðu góða ferð til Hveragerðis um síðustu helgi og unnu þá Hamar í hörkuleik 95 -102.  Hamar er í þriðja sæti deildarinnar ásamt ÍA en í kvöld unnu okkar menn FSU á heimavelli í toppslag deildarinnar, 100 - 86.  Jafnt var í hálfleik, 48 - 48, en í þriðja leikhluta lokuðu Hattarmenn vörninni, náðu þá 15 stiga forystu og litu ekki til baka eftir það.  Tobin Carberry skoraði hvorki fleiri né færri en 51 stig fyrir Hött!  Hreinn Gunnar var næst stigahæstur með 18 stig.  Eftir þrettán leiki er Höttur efst í deildinni með ellefu sigra og tvö töp en næstu lið eru FSU og ÍA sem hvort um sig hafa tapað fjórum leikjum.  Fjallað var um leikinn og frammistöðu Tobins á karfan.is:  http://www.karfan.is/read/2015/01/16/hottur-sigradi-toppslaginn og http://www.karfan.is/read/2015/01/16/tolfraedi-tobin-carberry-setur-50-a-fsu.

Staðan í 1. deildinni er nú þannig (ath. að leiknar eru þrjár umferðir):

alt