Blóðug barátta þegar Höttur vann Þór

Hann var æði skrautlegur leikurinn þegar við slóum Þór frá Akureyri út í úrslitakeppni 1. deildar.  Leikurinn endaði 79-78 fyrir Hött og einvígi liðanna þar með 2-0 fyrir Hetti.  Gerald Robinson lenti í samstuði við Bjössa Ben (sem áður lék með Hetti) og fékk skurð á augabrúnina og 7 spor hjá Óttari lækni eftir leik.  Þórsarar leiddu megnið af leiknum en okkar menn áttu frábæra endurkomu í 4. leikhluta og kláruðu leikinn og þar með einvígið.  Þórsarar reyndu að sækja villu og komast á vítalínuna í sinni lokasókn en góð vörn hjá okkur kom í veg fyrir það.  Austurfrétt fjallaði um leikinn:  http://www.austurfrett.is/sport/1631-vidhar-oern-ef-thetta-er-400-metra-hlaup-tha-eru-200-metrar-eftir-og-grindur-a-leidhinni

Við leikum gegn Fjölni eða Breiðabliki í úrslitum en staðan í því einvígi er 1-1.  Fyrsti leikurinn fer fram þriðjudaginn 1. apríl en það fer eftir því hver andstæðingurinn verður hvort Höttur fær heimaleikjarrétt.