Höttur í umspil um sæti í Úrvalsdeild

Höttur lenti í 4. sæti 1. deildar körfuboltans og fer þar með í fjögurra liða umspil um sæti í Úrvalsdeild.  Tindastóll vann deildina og fer því beint upp í Úrvalsdeild en fjögur næstu lið urðu Fjölnir, Þór A., Höttur og Breiðablik og keppa þau um annað laust sæti.  Höttur var í baráttu um annað sætið við Fjölni og Þór og hefði haldið því með sigri á Tindastól í síðustu umferð en það gekk ekki eftir.  Höttur mætir Þór í úrslitakeppninni.