Höttur - Þór Akureyri í dag kl. 18:00

Leikurinn við Þór, sem frestað var sl. föstudag, verður leikinn í dag, mánudag, kl. 18:00.

Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið þar sem þau berjast um 2.-4. sæti deildarinnar.  Þór er sem stendur í 2. sæti og Höttur í 3.  Bæði lið eru nú þegar örugg í úrslitakeppni um laust sæti í Úrvalsdeild en sæti í deildinni ræður heimaleikjarétti í úrslitakeppninni.