Uppskeruhátíð körfuboltans, 31, maí, kl. 18:30

Uppskeruhátíð yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Hattar fer fram fimmtudaginn 31. maí kl. 18:30 í íþróttahúsinu.  Veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og borðuð kaka.  Allir iðkendur og aðstandendur eru hvattir til að mæta og setja punktinn yfir i-ið eftir gott körfuboltatímabil.

Formlegum körfuboltaæfingum yngri flokka fyrir yfirstandandi tímabil lýkur eftir lokahófið.  Til stendur þó að bjóða upp á einhverjar sumaræfingar og verða þær auglýstar fljótlega.