Lokahóf Körfuknattleiksdeildar

httur082

Lokahóf meistaraflokks körfuknattleiksdeildar verður haldið í Gistihúsinu Egilsstöðum föstudaginn 23. mars.  Hófið hefst kl. 19 og borðhald kl. 20.  Leikmenn meistaraflokks, 11. flokks og stúlknaflokks eru velkomnir og allir velunnarar deildarinnar.  Glæsilegur þriggja rétta matseðill að hætti Gistihússins verður í boði gegn vægu verði, 4.900 kr. á mann.

Tilvalið tækifæri að samgleðjast með liðinu, kveðja Mike og Trevon og borða góðan mat!  Allir eru velkomnir en beðnir að skrá sig hjá Hafsteini í netfangi Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 8445334 í síðasta lagi á fimmtudag.