Getraunir : Gríðarleg spenna í Meistaradeildinni

Það er óhætt að segja að mikil spenna ríki nú í Meistaradeildinni í getraunakeppni Hattar. Þegar 15. umferð er langt komin liggur fyrir að 6 lið eiga mikla möguleika á sigri. Sigurvegarar fá tvo miða á úrslitaleik UEFA Championsleague, þ.e. leik Liverpool og Milan í Aþenu. Það er því að miklu að keppa. Sportklúbburinn og Ylur stóðu best að vígi fyrir þessa umferð, en þegar 11 leikir eru búnir af 13 í 15. umferð þá stendur lið Ýmsra best að vígi, sigrar sinn leik örugglega og kemst í efsta sætið. Þó getur ýmislegt breyst enn!

Fyrir þá sem ekki vita þá hefur getraunastarf Hattar verið sérstaklega öflugt í vetur, við erum þegar þetta er ritað í 3. sæti á lista yfir söluhæstu knattspyrnufélög landsins, einungis KR og Fram slá okkur við. Þá eru Íþróttafélag Fatlaðra og Bridgesambandið einnig fyrir ofan okkur, svo í heildina erum við í 5. sætið. Það sem af er ári er þegar búið að selja meira en allt árið 2006. Árið 2006 hafði samt orðið 100% aukning frá árinu 2005 og árið 2005 hafði einnig orðið 100% aukning frá besta árinu fyrir þann tíma. Þannig að sala fyrstu 4 mánuði ársins 2007 er jafnmikil og 6 ára sala á tímabilinu 1998-2004. Það eru Skarphéðinn Smári Þórhallsson, Magnús Jónasson og Hannibal Guðmundsson sem mynda tippumsjónarhóp Hattar. Með góðri aðstoð annarra áhugasamra. Síðan eru það frekar fáir sem leggja mikið af mörkum í hverri viku til að gera þennan frábæra árangur að veruleika. En alltaf að fjölga.