Ný stjórn í Rekstrarfélaginu

Ný stjórn var kosin í Rekstarfélaginu sem sér um rekstur meistaraflokks karla og kvenna og 2 fl. karla í knattspyrnu á aðalfundi félagsins fimmtudagskvöldið 29. janúar 2009.

Í nýrri stjórn eru Óttar Ármannsson formaður, Guðlaugur Sæbjörnsson varaformaður, Gunnlaugur Guðjónsson gjaldkeri, Hugrún Hjálmarsdóttir ritari og Jón Kristinsson meðstjórnandi.