Hattarstúlkur tóku á móti Haukum í 1.deild

 

alt

Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á Vilhjálmsvelli. Áhorfendur voru frekar fáir vegna Nikulásmóts og Símamóts. 

Í byrjun leiks gerðist fátt markvert mest barátta á miðjunni og hálffæri. Haukar fengu mjög gott færi um miðjan fyrri hálfleik en settu boltann framhjá. Umdeilt atvik átti sér stað þegar Lauren skallaði boltann í netið eftir góða sendingu frá Magdalenu en var ranglega dæmd rangstæð. Lauren var aftur á ferðinni þegar hún pressaði varnarmann Hauka og hún sendi aftur á markmann sem tók boltann upp með höndum og því dæmd óbein aukaspyrna sem Signý tók en skaut framhjá. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem var ansi langur fékk Magdalena dauðafæri ein á móti markmanni en var óheppin að setja boltann framhjá. 

Stelpurnar mun ákveðnari inn á í seinni hálfleik og fljótlega óð Arna upp kantinn og skaut í þröngu færi í hliðarnetið, hefði betur átt að gefa boltann út. Skömmu síðar fengu Magdalena og Lauren tvö dauðafæri í sömu sókninni en tókst ekki að klára þar markkmaðurinn kom vel út á móti og varði í bæði skiptin. Einu sinni þurfti Tara að taka á stór sínum og varði vel skot alveg upp við slána, hún greip einnig örugglega margar fyrirgjafir og horn. Þegar tíu mínútur voru eftir af seinni hálfleik komst Arna ein í gegn á móti markmanni sem varði vel. Örskömmu síðar komst Madgalena aftur ein í gegn en varnarmaður kom tánni í boltann og hreinsaði í horn. Enn og aftur voru Madgalena og Lauren á ferðinni í enda seinni hálfleiks og fengu góð færi þar sem Madgalena skaut á markið og markmaðurinn varði út og Lauren fylgdi á eftir en skaut boltanum yfir. Lokatölur leiksins 0-0.

Í fyrri hálfleik voru Haukar meira með boltann og var eins og Hattarliðið væri undirmannað á miðjunni. Signý og Sigga fengu of litla hjálp frá hinum tveimur miðjumönnunum. En í seinni hálfleik stjórnaði Höttur leiknum algjörlega og stigu ofar á völlinn og pressuðu á löngum stundum, en kantarnir hjálpuðu mun betur til inn á miðjunni. Hattarstelpur verða að taka sig á og klára færin ein á móti markmanni en pistlahöfundur taldi sjö slík færi í leiknum. Það verður þó ekki tekið af markmanni Hauka að hún varði ótrúlega vel í leiknum og var fljót að loka á þær sem sluppu einar í gegn. Maður leiksins Tara MacDonald.