Miðvikudagskvöldið 3. nóv. kl. 19:30 veðrur haldinn fundur í Hettunni fyrir foreldra iðkenda sem hafa hug á að sækja Gautaborgarleikana 2012. Iðkendur verða að vera fæddir 1999 eða fyrr.
Frjálsar
Frjálsar - 4 iðkendur í úrvalshóp FRÍ
Í sumar náðu fjórir iðkendur Frjálsíþróttadeildar Hattar lágmörkum sem þurfa til að komast í úrvalshóp FRÍ. Það eru þau Bjarmi Hreinsson og Daði Fannar Sverrisson í sleggjukasti, Erla Gunnlaugsdóttir í langstökki og Heiðdís Sigurjónsdóttir í 300m grind. Þann 9. október sl. voru þau boðuð til Reykjavíkur í æfingabúðir á vegum FRÍ. Næst munu þau halda suður þann 20. nóv. Ánægjulegt er að fylgjast með árangri þessara glæsilegu iðkenda okkar. Þeir fá innilegar hamingjuóskir og ósk um áframhaldandi velfarnað á íþróttabrautinni.