Fimleikar

Vormót FSÍ - úrslit

  • Skoða sem PDF skjal

Vormót FSÍ í hópfimleikum.

 

Vormót FSí var haldið á Selfossi helgina 10-12 maí.  Um 740 keppendur sóttu mótið víðsvegar af landinu.  Þetta er síðasta mót vetrarins í keppnisröð FSÍ.

Fimleikadeild Hattar var með 6 lið sem samanstóð af 50 keppendum.  Öll liðin stóðu sig vel og voru keppendur að gera mikið af nýjum stökkum í stökkseríum sínum.

 

Úrslit vormótsins:

3 flokkur 11-12 ára

Höttur kvk A  6 sæti

Höttur kvk B  17 sæti

Höttur drengir  1 sæti  - deildarmeistarar

2 flokkur  13-15 ára

Höttur kvk  9 sæti

Höttur mix  1 sæti

Opinn flokkur  - 15 ára og eldri

Höttur kvk  2 sæti

 

Keppnishelgin byrjaði á því að allir iðkendur í 3 flokk fóru í fimleikahús Stjörnunnar og tóku góða fimleikaæfingu í rúmlega 2 klst.  Vakti æfingin mikla gleði en jafnframt var mikið  spjallað, hvers vegna slík aðstaða væri ekki til staðar á Egilsstöðum.  Margar skemmtilegar tillögur komu fram um hvernig ætti að fjárafla fyrir slíkri aðstöðu.  Það vantar ekki eldmóðinn !

Veturinn er búinn að vera skemmtilegur og fimleikadeild Hattar átt góðan keppnisvetur.  Við þjálfarar notið samveru margra yndislegra iðkenda sem við eigum eflaust eftir að fá að njóta áfram.  

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (IMG_7188.JPG)IMG_7188.JPG 993 Kb

Ný stjórn fimleikadeildar Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Eftir aðalfund fimleikadeildar Hatar hefur ný stjórn tekið við störfum.

Anna Dís Jónsdóttir  Formaður

Nína Hrönn Gunnarsdóttir Varaformaður

Dagbjört Kristinsdóttir  Gjaldkeri

Hrund Erla Guðmunsdóttir  Ritari

Hrafnhildur Einarsdóttir  Meðstjórnandi

Sandra Ösp Valdimarsdótitr Varamaður

Fjóla Hrafnkelsdóttir  Varamaður

Við óskum nýkjörinn stjórn velkomna til starfa.

Íslandsmót í hópfimleikum 2013

  • Skoða sem PDF skjal

Íslandsmót í hópfimleikum fór fram í fimleikahúsi Stjörnunnar helgina 1-3 mars.

Sex lið fóru frá Hetti eða 59 keppendur á aldrinum 10-22 ára.  Að vanda stóð Hattarfólk sig með sóma bæði innan vallar sem utan.

Úrslit:

3 flokkur  - 11-12 ára:

5 sæti -  Höttur A
10 sæti - Höttur B
1 sæti - Höttur drengir - íslandsmeistarar

2 flokkur - 13-15 ára

9 sæti - Höttur kvk

1 sæti - Höttur mix - Íslandsmeistarar

Opinn flokkur - 15 ára og eldri

2 sæti - Höttur 


Árangur helgarinnar kom okkur á óvart þar sem gerðar voru breytingar á reglum hjá FSÍ haust 2012.

Reglurnar voru hertar og eru nær Evrópureglum í hópfimleikum.

Í dag er aðeins ein deild og við hjá fimleikadeild Hattar gleðjumst á meðan við náum að fylgja liðum sem búa við betri æfingaraðstöðu.

Elstu  iðkendur fimleikadeildarinnar urðu eftir og tóku tvær fimleikaæfingar í Stjörnuhúsinu á mánudeginum eftir mót.  Nýttu krakkarnir vel aðstöðuna 

og æfðu rúmlega 5 tíma þennan dag og voru mörg stökk framkvæmd í heild sinni í öruggri aðstöðu,  undirbúningur viðkomandi stökkva

eru búin að vera í undirbúningi síðustu mánuði í íþróttahúsinu okkar.alt

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (IMG_0933.JPG)IMG_0933.JPG 1968 Kb
Download this file (IMG_0936.JPG)Íslandsmót hópfimleikarMyndir af keppendum1952 Kb
Download this file (IMG_0945.JPG)IMG_0945.JPG 2085 Kb

Lesa meira...

Öskudagur

  • Skoða sem PDF skjal

Hefðbundin fimleikakennsla verður á öskudag.  Allir iðkendur eru hvattir til að mæta í grímubúning á fimleikaæfingu.

Fimleikar falla niður í dag 2.nóv og á morgun 3.nóv v/veðurs

  • Skoða sem PDF skjal

Fimleikar falla niður í dag föstudaginn 2.nóvember vegna veðurs. Einnig hefur stjórn fimleikadeildar Hattar tekið ákvörðun að fella niður æfingar á morgun laugardag vegna slæmrar veðurspár og  þar sem undirbúa þarf íþróttasalinn á föstudögum fyrir laugardagsæfingar. Okkur finnst ekki forsvaranlegt að láta þjálfara mæta í dag til að byggja upp salinn fyrir morgundaginn.

Stjórn fimleikadeildar Hattar

You are here