Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Taekwondo deild Hattar

Egilsstöðum

Fréttir

Taekwondo starf haust 2012

  • Skoða sem PDF skjal

Æfingar hefjast þann 11. september. Tveir flokkar verða keyrðir að þessu sinni á þriðjudögum og fimmtudögum. Yngri flokkur verður í kjallara íþróttahússins á Egilsstöðum frá kl. 16:00 - 17:00. Þjálfari verður Sigurður Karl Blöndal. Eldri flokkur, ásamt fullorðnum, verður frá kl. 19:30 - 20:30, einnig í kjallara íþróttahússins. Þjálfari eldri flokks verður Hjálmar S. Elíesersson.

Einu sinni í mánuði er síðan stefnt á því að hafa æfingabúðir með svipuðu sniði og síðustu önn. Þá fáum við til okkar Svartbeltinga til að styðja við starfið. Verið er að vinna í því að setja þá dagskrá upp og verður hún birt um leið og þeirri vinnu verður lokið

Nánari upplýsingar í Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

 

 

Aukaæfingar hjá Taekwondo deild Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Í síðustu viku, þessari og næstu hafa verið og verða aukaæfingar í taekwondo. Taekwondo deild Hattar nýtur víðtæks stuðnings í sínu starfi. Ólöf Ólafsdóttir, rauðbeltingur, frá Selfossi sér um þessar æfingar. Æfingarnar eru fyrir tíu ára og eldri og eru á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18:00 - 19:00.

Æfingarnar eru í kjallaranum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Taekwondo á unglingalandsmóti UMFÍ

  • Skoða sem PDF skjal

Á næsta unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina, verður keppt í taekwondo. Upplagt tækifæri fyrir unglingana okkar og fjölskyldur þeirra, séu þær á Suðurlandi um verslunarmannahelgi, að skrá sig og taka þátt fyrir hönd Hattar. Allar upplýsingar eru á www.umfi.is og þar undir unglingalandsmót.

Stjórn taekwondo deild Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Hjálmar S. Elíesersson - Formaður

Elfa Sigurðardóttir - Gjaldkeri

Ruth Elfarsdóttir - Ritari

Ingvar Friðriksson - Stjórnarmaður

 

Fyrirspurnir og upplýsingar.

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Beltapróf og æfingabúðir hjá Taekwondo deild.

  • Skoða sem PDF skjal

Laugardaginn 9. júní var beltapróf hjá taekwondo deildinni. Prófdómari var Írunn Ketilsdóttir. Nú er komin nokkur fjöldi grænna belta og tvö blá, auk þess fjöldi appelsínugulra og gulra. Vikuna á eftir voru æfingabúðir þar sem blandað var saman TKD og ýmsum leikjum. Æfingabúðirnar enduðu síðan með sýningu þar sem blandað var saman ýmsu skemmtilegu, feður látnir taka þátt og spýtur brotnar. Eftir sýninguna var stormað upp í Hettu þar sem æfingabúðum og vetrarstarfi var slúttað með pítsuveislu og myndasýningu.

alt

alt

alt

alt

You are here