Fréttir

Haust 2013

  • Skoða sem PDF skjal

Nú er blakið að byrja aftur eftir sumarfrí.

Konurnar eru á Egilsstöðum á þri. kl. 20:00 og fim. kl. 21:00. Þær byrja þriðjudaginn 3. september.

Karlarnir eru í Fellahúsinu á mán. kl. 18:30 og á mið. kl. 20:00. Þeir byrja 16. september.

 

Svo er sameiginlega æfing karla og kvenna á Egilsstöðum á sunnudögum kl. 15:00

 

Allir velkomnir.

Hera Ármannsdóttir (1966-2013)

  • Skoða sem PDF skjal

Öflugur liðsmaður Blakdeildar Hattar er fallinn frá. Hera Ármannsdóttir var framsækinn blakari og ákafur baráttujaxl. Hún hafði mikinn metnað fyrir blakíþróttinni. Hún var ávallt reiðubúin og gaf félögum sínum ómælda vinnu, dugnað og baráttuvilja á meðan hún gat. Hún var einstaklega vinnusöm og ósérhlífin og hljóp í þau verk sem þurfti. Hera var formaður deildarinnar í nokkur ár, þjálfaði nýbyrjaða sem lengra komna blakara, dæmdi leiki og stjórnaði mótum. Ungliðastarf var mikilvægt í huga Heru og til að efla það tók hún að sér að þjálfa börn og unglinga. Áhugi hennar á strandblaki smitaði út frá sér og ekki síst fyrir hennar tilstilli má á sumrin sjá Hattarfólk spila strandblak á tveimur völlum.

Hera gerði miklar kröfur til sín sem blakara, mætti alltaf á æfingu ef hún gat og var í formi sem flest ungmenni væru stolt af. Hálfkák var ekki til í hennar huga. Hera var öflugur liðsfélagi sem hvatti til stórræða á vellinum. Hún var fyrst og fremst keppnismanneskja og gaf aldrei tommu eftir. Ekkert lið var ósigrandi í hennar huga, barátta fylgdi hverju stigi og sigurviljinn var alltaf í fyrirrúmi.

Með sama hugarfari mætti Hera sjúkdómi sínum. Þar dugði ekkert hálfkák, baráttuviljinn réð för og keppnisskapið skilaði henni mörgum stigum. Fram á síðustu stundu trúði hún á sigur sinn.

Um leið og við þökkum Heru ómetanlegt framlag til blakstarfsins og góða samfylgd sendum við blakfélögum okkar Jóni Grétari og Sigga, Margréti Irmu og Lúkasi Nóa ásamt öðrum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Minningin um einstaka keppniskonu og góðan félaga lifir í blakhjörtum okkar.

Félagar í Blakdeild Hattar.

Herumótið

  • Skoða sem PDF skjal

Herumótið í blaki verður haldið laugardaginn 1. desember í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Mótið er til styrktar Heru Ármannsdóttur sem hefur verið að berjast við erfið veikindi. Hera hefur gert svo mikið fyrir blakíþróttina hér og langaði okkur að gera eitthvað fyrir hana og fjölskyldu hennar á móti. Mótið byrjar kl. 13.00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Mótsgjaldið er 2000 kr á mann og skal það borgast í peningum við upphaf mótsins. Bæði er hægt að skrá lið og einstaklinga. Einnig verður veitingasala á staðnum og rennur allur ágóði af henni sem og mótsgjöldin, til Heru og fjölskyldu hennar.

Við hvetjum alla til að vera með hvort sem þeir kunna eitthvað í blaki eða ekki. Aðal málið er að hafa gaman og skemmta sér og öðrum. Einnig hvetjum við fólk til að kíkja við og fá sér kaffi og horfa á nokkra leiki.

Upplýsingar og skráning er hjá Elínborgu og Aðalsteini í síma: 8683178 eða netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. fyrir kl 23:59 miðvikudaginn 28. nóvember.

Æfingar karla og kvenna haust 2012

  • Skoða sem PDF skjal

Þá er blakvertíðin hafin aftur eftir strandblaksvertíðina.

Karlarnir eru í Fellahúsinu á mán. kl. 18:30 og á mið. kl. 20:00.

Konurnar eru á Egilsstöðum á þri. kl. 20:00 og fim. kl. 21:00.

Svo er sameiginlega æfing karla og kvenna á Egilsstöðum á sunnudögum kl. 15:00.

 

Hvetjum alla til að mæta.

Nýir iðkendur sérstaklega velkomnir.

Öldungarmót í blaki 2012

  • Skoða sem PDF skjal

Þá er stærstu blakhelgi ársins lokið og fór Höttur með þrjú kvennalið og eitt karlalið á Öldungarmót í blaki í Fjallabyggð.

Karlaliðið keppti í þriðju deild og vann hana með stæl og spilar því í annarri deildinni á næsta ári.

Eitt kvennalið keppti í þriðju deild og stóð sig mjög vel og varð í fjórða sæti og heldur sig því í þeirri deild.

Kvennaliðin sem spiluðu í sjöundu og tíundu deild féllu bæði niður um deild.

Allir voru sammála um að helgin hafi tekist vel og að Fjallabyggð má vera stolt af góðu móti. Við munum svo fjölmenna að ári þegar móti verður haldið í Kópavogi.

Blakdeildin óskar öllum til hamingju með frábæran árangur.

75240 448388678511694 100000216962755 2035793 1738857354 n

Jón Grétar, Aðalsteinn, Guðgeir og Gunnlaugur taka á móti bikarnum. Á myndina vantar Guðjón, Magnús og Kára Val.

 

561292 448378981845997 100000216962755 2035644 1962041870 n

Stelpurnar í þriðju deildinni. Efri röð: Elínborg, Valla, Gunna Valla og Hjördís þjálfari. Neðri röð: Jóney, Valdís og Helga Jóna.

 

 

 

 

 

You are here