Fréttir

Meistaraflokkur Hattar Deildarmeistari

  • Skoða sem PDF skjal

Um síðustu helgi fór fram síðasta mót vetrarins í 1.deildinni í hópfimleikum á Akureyri. Þrettán stúlkur mættu til keppni á laugardeginum 14 maí frá fimleikadeild Hattar með taugarnar þandar. Því fyrir mótið lá ljóst fyrir að tvö lið væru að keppa um deildarmeistaratitilinn,, Höttur og Stjarnan úr Garðabæ. Keppnin var mjög spennandi þar sem þessi tvö lið voru jöfn að stigum eftir mót vetrarins. Mikil samstaða var í liði Hattar þrátt fyrir mikla taugaspennu og vitandi það að ekkert mætti klikka og hver lending skipti máli. Lið Hattar sigraði á öllum áhöldum og vann mótið öruggt. Fyrr í vetur urðu stúlkurnar íslandsmeistarar á gólfæfingum og árangur liðsins alveg frábær á keppnistímabilinu. Liðið samanstendur af stúlkum sem hafa alist upp og æft hjá fimleikadeild Hattar frá ungum aldri og stór hluti hópsins eru þjálfarar hjá fimleikadeildinni.

Árangur vetrarins

Í vetur tóku 3 lið frá fimleikadeild Hattar þátt á öllum mótum vetrarins. Kepptu liðin í 1.deild Fimleikasambands Íslands og hafa ekki svo mörg lið tekið þátt í deildinni frá Hetti áður. Öll liðin frá Hetti hafa komist á verðlaunapall á mótum í vetur.

Mikill fjöldi keppanda á Vormóti FSÍ Akureyri

Á síðasta móti vetrarins fóru 63 keppendur, 7 lið frá fimleikadeildinni. Þar af voru 4 lið að keppa í fyrsta skipti, krakkar á aldrinum 9-12 ára. Tvö liðanna voru skipuð drengjum og tvö skipuð stúlkum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel á sínu fyrsta móti og voru sér og öðrum til sóma.

Aðalfundur fimleikadeildar Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

 

Aðalfundur fimleikadeildar Hattar verður haldinn mánudaginn 4. apríl 2011 í Hettunni.

Dagskrá er með hefðbundnu sniði og hefst kl 18.

 

TM styrkir fimleikadeild Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

TM styrkir fimleikadeild Hattar til kaupa á áhöldum og einnig innanfélagsmótið fyrir yngstu iðkendur deildarinnar sem haldið verður í maí. Stjórn og iðkendur fimleikadeildar Hattar eru TM þakklát fyrir þeirra framlag.

Fimleikadeild Hattar íslandsmeistarar í gólfæfingum í 3.flokki

  • Skoða sem PDF skjal

T4_fimleikarHelgina 19. og 20. febrúar fór fram Unglinga- og Íslandsmót Fimleikasambands Íslands í Stjörnunni í Garðabæ. Fimleikadeild Hattar sendi þrjú lið sem kepptu í 3., 4. og 5. flokki í 1.deildinni. Þetta er stærsta mót vetrarins og fjöldi þátttakanda mikill. Í 5. flokki, sem er yngsti flokkurinn, lenti lið Hattar í 7. sæti af 16 liðum. Í 4. flokki lenti lið Hattar í 6. sæti af 18 liðum. Liðið náði bestum árangri á trampólíni og lenti í 2. sæti og munaði aðeins 0,1 að liðið yrði íslandsmeistari á trampólíni. Í þriðja og elsta hópnum lenti Höttur í 2. sæti með einkunnina 22.00 en Stjarnan rétt hafði Hött á heimavelli eftir mjög spennandi keppni með einkunnina 22,25, svo aðeins munaði 0.25. Þurfti að tvíreikna úrslit mótsins því mjótt var á munum. Í þessum flokki varð Höttur Íslandsmeistari í gólfæfingum.

Eftir Íslandsmótið var lið Hattar í æfingabúðum í fimleikahúsi Stjörnunnar og var mikil gleði að æfa við slíkan aðbúnað, en fimleikadeild Hattar vantar betri aðstöðu til fimleikaiðkunar. Miklar framfarir voru hjá krökkunum í æfingabúðunum og mörg ný stökk framkvæmd.

Á myndinni má sjá 3. flokk Hattar sem varð Íslandsmeistari í gólfæfingum og lengi í 2. sæti í samanlagðri einkunn.

Frábær árangur Hattar krakka

  • Skoða sem PDF skjal

Um 40 keppendur fóru til Reykjavíkur um helgina að keppa í Íslandsmóti í Hópfimleikum.  Mótið var að þessu sinni haldið í stórglæsilegri fimleikahöll Gerplu í Versölum í Kópavogi.  Höttur mætti með 4 lið á mótið og stal algjörlega senunni.  Hér fyrir neðan sjáið þið úrslitin.  Stórglæsilegur sigur okkar liðs í 3 flokkum og voru börnin íþróttafélagi Hattar til mikils sóma.

You are here