Fréttir

Ný stjórn fimleikadeildar Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Eftir aðalfund fimleikadeildar Hatar hefur ný stjórn tekið við störfum.

Anna Dís Jónsdóttir  Formaður

Nína Hrönn Gunnarsdóttir Varaformaður

Dagbjört Kristinsdóttir  Gjaldkeri

Hrund Erla Guðmunsdóttir  Ritari

Hrafnhildur Einarsdóttir  Meðstjórnandi

Sandra Ösp Valdimarsdótitr Varamaður

Fjóla Hrafnkelsdóttir  Varamaður

Við óskum nýkjörinn stjórn velkomna til starfa.

Íslandsmót í hópfimleikum 2013

  • Skoða sem PDF skjal

Íslandsmót í hópfimleikum fór fram í fimleikahúsi Stjörnunnar helgina 1-3 mars.

Sex lið fóru frá Hetti eða 59 keppendur á aldrinum 10-22 ára.  Að vanda stóð Hattarfólk sig með sóma bæði innan vallar sem utan.

Úrslit:

3 flokkur  - 11-12 ára:

5 sæti -  Höttur A
10 sæti - Höttur B
1 sæti - Höttur drengir - íslandsmeistarar

2 flokkur - 13-15 ára

9 sæti - Höttur kvk

1 sæti - Höttur mix - Íslandsmeistarar

Opinn flokkur - 15 ára og eldri

2 sæti - Höttur 


Árangur helgarinnar kom okkur á óvart þar sem gerðar voru breytingar á reglum hjá FSÍ haust 2012.

Reglurnar voru hertar og eru nær Evrópureglum í hópfimleikum.

Í dag er aðeins ein deild og við hjá fimleikadeild Hattar gleðjumst á meðan við náum að fylgja liðum sem búa við betri æfingaraðstöðu.

Elstu  iðkendur fimleikadeildarinnar urðu eftir og tóku tvær fimleikaæfingar í Stjörnuhúsinu á mánudeginum eftir mót.  Nýttu krakkarnir vel aðstöðuna 

og æfðu rúmlega 5 tíma þennan dag og voru mörg stökk framkvæmd í heild sinni í öruggri aðstöðu,  undirbúningur viðkomandi stökkva

eru búin að vera í undirbúningi síðustu mánuði í íþróttahúsinu okkar.alt

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (IMG_0933.JPG)IMG_0933.JPG 1968 Kb
Download this file (IMG_0936.JPG)Íslandsmót hópfimleikarMyndir af keppendum1952 Kb
Download this file (IMG_0945.JPG)IMG_0945.JPG 2085 Kb

Lesa meira...

Öskudagur

  • Skoða sem PDF skjal

Hefðbundin fimleikakennsla verður á öskudag.  Allir iðkendur eru hvattir til að mæta í grímubúning á fimleikaæfingu.

Fimleikar falla niður í dag 2.nóv og á morgun 3.nóv v/veðurs

  • Skoða sem PDF skjal

Fimleikar falla niður í dag föstudaginn 2.nóvember vegna veðurs. Einnig hefur stjórn fimleikadeildar Hattar tekið ákvörðun að fella niður æfingar á morgun laugardag vegna slæmrar veðurspár og  þar sem undirbúa þarf íþróttasalinn á föstudögum fyrir laugardagsæfingar. Okkur finnst ekki forsvaranlegt að láta þjálfara mæta í dag til að byggja upp salinn fyrir morgundaginn.

Stjórn fimleikadeildar Hattar

Mikil fjölgun í fimleikum í haust

  • Skoða sem PDF skjal

Iðkendum hjá fimleikadeild Hattar hefur fjölgað mikið í haust. Mesta fjölgunin er í hópum hjá 6 - 9 ára börnum og eru þeir hópar nú orðnir fullir og kominn er biðlisti. Sú nýbreytni var gerð í haust að bjóða 2 og 3 ára börnum að æfa fimleika, viðbrögðin létu ekki á sér standa og er sá hópur orðinn fullur. Enn er laust í nokkra hópa hjá okkur í vetur. Skráningar þurfa að berast á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Að æfa fimleika kostar þó nokkurn pening og hefur stjórn fimleikadeildarinnar fengið nokkrar athugasemdir við gjaldskrána. Við viljum benda foreldrum á að kynna sér gjaldskrá hjá öðrum fimleikafélögum á landinu. Erfitt er að bera saman æfingagjöld hjá fimleikadeildum og hjá t.d. boltagreinum þar sem hópfimleikar samanstanda af þremur íþróttagreinum, og mikils öryggis er krafist við móttökur og alla umgjörð, því er þörf á fleiri þjálfurum á hvern hóp í fimleikunum. Við hjá fimleikadeild Hattar stöndum mjög vel þjálfaralega séð miðað við önnur fimleikafélög, erum með vel menntaða og frambærilega þjálfara og árangur okkar iðkenda er góður. En aðstaðan hér er ekki eins góð hjá og hjá mörgum öðrum og nemur launakostnaður við uppbyggingu áhalda og tækja ásamt tiltekt í sal íþróttahússins 5x í viku yfir 1,5 miljónir á hverju ári. Reynt hefur verið að sækja þennan kostnað til bæjarfélagsins á forsendum aðstöðuleysis umfram aðrar íþróttagreinar, en ekki hefur fengist fjármagn til þess ennþá og hefur fimleikadeildin engin önnur ráð en að velta þessum kostnaði yfir í æfingagjöldin.  

Stjórn fimleikadeildar Hattar

You are here