Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

HÖTTUR BIKARMEISTARI!!!

  • Skoða sem PDF skjal

  10. flokkur Hattar íkörfubolta varð í dag Bikarmeistari KKÍ eftir æsispennandi úrslitaleik við Stjörnuna.  Við unnum 64 - 61 í hörkugóðum og spennandi körfuboltaleik.

Eysteinn Bjarni Ævarsson, Hetti, var valinn maður leiksins af dómnefnd en hann skoraði 22 stig og tók 19 fráköst.  Allt liðið lék vel og Viðar Örn þjálfari á hrós skilið fyrir góðan undirbúning.

"Nýr kafli í körfuboltasögunni" sagði formaður KKÍ þegar hann afhenti Bikarinn.

Góð umfjöllun og myndir er á http://www.karfan.is og á http://www.austurglugginn.is.

Myndir með frétt fengnar að láni frá Austurglugganum.

Til hamingju Höttur!

Bein útsending frá Bikarúrslitaleik

  • Skoða sem PDF skjal

Bikarúrslitaleikur Hattar og Stjörnunnar í 10. flokki körfu er sýndur í beinni útsendingu á Haukar TV:

http://halldor.haukar.is/haukar-tv

- eða farið inn á www.haukar.is og smellt á Haukar TV hægra megin á síðu.  Leikurinn hefst kl. 12:00, sunnud. 27. feb. en upphitun og útsending eitthvað fyrr.

Bikarúrslitaleikur!

  • Skoða sem PDF skjal

10. flokkur Hattar í körfubolta gengur til leiks í Bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni á sunnudaginn kl. 13.  Þetta er í fyrsta skipti, svo greinarhöfundur viti, að lið frá Hetti leikur Bikarúrslitaleik.  Laugardalshöllin var upptekin að þessu sinni fyrir Bikarúrslit í handbolta en leikur okkar manna fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Hægt verður að fylgjast með leiknum í "beinni útsendingu" á vef www.kki.is eða www.karfan.is.

Strákarnir eiga ágæta möguleika á að leika í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins síðar í vetur en liðið er í efsta riðli Íslandsmótsins.

Flesta leiki þarf 10. flokkurinn að sækja á suðvestur hornið og því fylgir ferðakostnaður. Í vikunni hafa strákarnir og aðstandendur haft samband við fyrirtæki á Austurlandi um stuðning til fararinnar á Bikarúrslitaleikinn.  Þeim hefur verið vel tekið og hafa fyrirtækin gefið andvirði ca. eins flugmiða hvert.  Gott fyrir strákana að fá þennan stuðning og að finna áhuga fyrir árangrinum.  Þeir sem ekki vilja missa af tækifærinu til að styðja 10. flokkinn á Bikarúrslitaleikinn geta lagt inn aur á reiknin körfuboltadeildarinnar, kt. 451191-1879, nr. 305 26 976 eða haft samband við Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  :-)

Góður sigur gegn Laugdælum

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur vann mikilvægan sigur á Laugdælum í 1. deild körfu, 87-80, í síðustu viku.  Liðið er þá með 10 stig í 7. sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir.  Stigahæstir í okkar liði voru Viðar með 22 stig og Omar Khanani með 21.

Ath. að ágæt umfjöllun er um þennan leik og aðra á www.karfan.is.

Tveir síðustu leikir Hattar í 1. deildinni á þessu tímabili eru gegn Breiðabliki 25.2. í Smáranum og gegn Þór Akureyri 4.3. heima.

10. flokkur körfu í Bikarúrslit

  • Skoða sem PDF skjal

10. flokkur körfu vann Stjörnuna-b í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í gær.  Leikurinn endaði 49 - 34 og var sigurinn nokkuð öruggur.  Í hinum undanúrslitaleiknum vann a-lið Stjörnunnar KR svo við munum aftur mæta þeim bláklæddu í úrslitaleiknum.  Síðast þegar við mættum Stjörnunni leiddum við með 9 stigum í hálfleik en töpuðum leiknum 62 - 66.  Snúum því við í Bikarúrslitaleiknum sem fram fer í Laugardalshöll um næstu helgi.

Þetta er frábær árangur hjá 10. flokknum og nú förum við bara suður og sækjum dolluna.

You are here