Höttur leikur gegn ÍG, fimmtudaginn 24. nóvember, kl. 18:30 í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Leikurinn er toppslagur í 1. deildinni en bæði lið hafa unnið fjóra leiki, við höfum tapað einum en ÍG tveimur. ÍG er nokkurskonar b-lið Grindavíkinga sem fara mikinn í Úrvalsdeildinni nú. Í ÍG eru m.a. fyrrverandi landsliðsmennirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Guðmundur Bragason.
Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar selja veitingar á leiknum og munu jafnframt selja Hattar sokka (níðsterka og alíslenska frá Trico á Akranesi).