Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Höttur - FSU, þri. 17.1., kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal
Höttur leikur gegn FSU í 1. deild körfubolta í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum nk. þriðjudag.  Leiknum er flýtt um tvo daga vegna þorrablóts á Egilsstöðum!  Síðasti leikur gegn FSU vannst með flautukörfu á Selfossi svo von er á spennandi leik!

Æfingar körfubolta yfir jólin

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltaæfingar yngri flokka körfubolta verða þannig yfir jólin:

Minnibolti: Jólafrí sömu dagar og skólafrí

8. og 9. flokkur: 22.12. kl. 17-19, 27.12. kl. 11-12, 28.12 kl. 9-10 og 30.12. kl. 9-10

11. flokkur, meistaraflokkur og stelpur æfa saman.  11. flokkur og stelpur eru líka velkomnar á sömu tímum og 8. og 9. flokkur.

Tvö töp fyrir KFÍ

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur lék báða leiki Íslandsmótsins gegn KFÍ um helgina á Egilsstöðum.  Báðir leikirnir töpuðust og Ísfirðingarnir þar með einir og langefstir á toppnum. 

KFÍ var sterkara í fyrri leiknum og vann hann 75-91. Skotanýtingin skildi liðin að í þessum leik þar sem Ísfirðingar röðuðu niður þriggja stiga skotum á meðan okkar menn hittu ekki vel.

Seinni leikurinn var æsispennandi en endaði 99-95 eftir mikla baráttu á lokamínútunum. Við fengum ágæt tækifæri til að komast yfir í lokin en það tókst ekki í þetta sinn. Michael Sloan var stigahæsti leikmaður Hattar í báðum leikjum.

Þrátt fyrir ósigrana erum við í góðri stöðu í deildinni í fjórða sæti með 10 stig eftir átta leiki. Næsta verkefni er bikarleikur gegn KR-b fyrir sunnan um næstu helgi.

Toppslagur í körfunni og fríar pylsur á föstudagskvöld

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur tvo afar þýðingarmikla leiki við KFÍ frá Ísafirði í 1. deildinni í körfubolta á föstudag og laugardag. Báðir leikir liðanna á Íslandsmótinu verða leiknir á Egilsstöðum.

Fyrri leikurinn fer fram föstudagskvöldið 2.12. kl. 20:00.  Frá kl. 19 mun körfuboltadeildin grilla pylsur í íþróttahúsinu og bjóða öllum sem ætla á leikinn að pulsa sig upp.

Seinni leikurinn verður laugardaginn 3.12. kl. 15:00.

KFÍ er í efsta sæti 1. deildar með 14 stig eftir að hafa sigrað í öllum sínum leikjum en Höttur er í öðru sæti með 10 stig eftir fimm sigra og eitt tap. Með sigri í leikjunum getur Höttur haft sætaskipti við KFÍ á toppnum og því mikilvægt að fjölmenna í íþróttahúsið og styðja Hött.

Höttur-ÍG 105-69

  • Skoða sem PDF skjal

36 stiga sigur í kvöld á Grindvíkingunum í ÍG. Okkar menn eru á miklu flugi og hafa nú unnið fimm í röð. Mike var stigahæstur með 31, Trevon með 21, Kristinn 14 og Viðar 13. Allir 12 leikmenn Hattar spreyttu sig í leiknum og stóðu sig vel.  Við erum nú í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Skallagrími með 10 stig en Ísfirðingar eru ósigraðir með 12 stig.

Næstu viðureignir okkar eru toppslagir gegn Ísfirðingum 2. og 3. desember á Egilsstöðum. Þá eiga okkar menn tækifæri til að hafa sætaskipti við KFÍ á toppnum og þurfa á góðum stuðningi að halda!

You are here