Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Úrslitakeppni 1. deildar sunnudag kl. 18

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur mætir Skallagrími í úrslitakeppni um sæti í Úrvalsdeild, sunnudaginn 18. mars kl. 18:00.  Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslitaviðureign gegn Hamri eða ÍA sem einnig mætast í undanúrslitum.  Skallagrímur vann fyrsta leikinn í Borgarnesi í hörkuleik 105-99 svo nú er að duga eða drepast.

Fyllum pallana og styðjum okkar lið.

Höttur í öðru sæti fyrir lokaumferð körfunnar

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur vann 29 stiga sigur á ÍG í Grindavík, 91-120 í næstsíðustu umferð 1. deildar Íslandsmótsins í körfu.  Höttur er þar með í öðru sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.  Í leiknum gegn ÍG skoraði Mike Sloan 31 stig, Viðar 24, Trevon 19 og Kristinn 16 stig.  Höttur mun leika í umspili liða í 2.-5. sæti í deildinni og liðin í 2. og og 3. sæti fá heimaleikjarétt í fyrstu viðureignunum.  Síðasti leikur deildarkeppninnar verður 9. mars á Egilsstöðum gegn Breiðabliki.  Breiðablik er eitt af liðunum sem berst um sæti í umspilinu og við töpuðum fyrir þeim eftir framlegngingu í fyrri umferðinni.

 

Mjög mikilvægur leikur föstudaginn 9. mars kl. 18:30 gegn Breiðabliki og við verðum að fjölmenna í Íþróttamiðstöðina!

Höttur í umspil um sæti í Úrvalsdeild

  • Skoða sem PDF skjal

Eftir fimm leikja sigurhrinu hefur Höttur tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitakeppni um eitt laust sæti í Úrvalsdeild KKÍ á næstu leiktíð.  Höttur er kominn í þriðja sæti deildarinnar eftir sigra um helgina gegn Hamri á heimavelli, 85-70, og gegn Skallagrími í Borgarnesi, 86-97, en Skallagrímur er í öðru sæti deildarinnar.  KFÍ hefur þegar tryggt sér sigur í deildinni og þar með sæti í Úrvalsdeild en fjögur næstu lið munu berjast um annað sætið.

Staða efstu liða í 1. deildinni er nú þannig; KFÍ 30 stig/16 leikir, Skallagrímur 22/15, Höttur 20/16, Hamar 18/15, Breiðablik 16/15, Þór A. 14/15.

Önnur lið geta náð okkur að stigum en á jöfnum stigum munum við raðast ofar en Hamar, Þór og Skallagrímur vegna innbyrðis viðureigna.

Síðustu tveir leikir Hattar í deildinni eru gegn ÍG úti 24.2. og gegn Breiðabliki heima 9.3.

Íslandsmót 11. flokks. Túrnering á Egilsstöðum

  • Skoða sem PDF skjal

3. túrnering í Íslandsmóti 11. flokks, B-riðli, fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum um helgina.  Fimm lið voru skráð til leiks; Höttur, Valur, Haukar, Tindastóll og FSU-Hrunamenn.  FSU-Hrunamenn mæta ekki til leiks þar sem það er svo dýrt að koma til Egilsstaða.  Leikir á laugardegi:

13:30  Höttur - Valur  48 - 43

16:30  Valur - Tindastóll  48 - 60

18:30  Haukar - Höttur  35 - 55

Leikir á sunnudegi:

10:00  Tindastóll - Haukar  40 - 34

12:00  Haukar - Valur  43 - 47

13:30  Höttur - Tindastóll  58 - 46

Höttur vann alla sína leiki og leikur síðustu umferð Íslandsmótsins þar með í A-riðli þar sem leikið verður um sæti í úrslitakeppni mótsins.

Höttur - ÍA, 26. jan. kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur gegn ÍA í 1. deild Íslandsmótsins fimmtudaginn 26. janúar kl. 18:30 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Hattarliðið byrjaði mótið með fimm sigrum en nú er að baki sex leikja taphrina.  Mikilvægt er að komast aftur í gang og ná sigri gegn ÍA.  Hattarliðið á ennþá góða möguleika á að komast í úrslitakeppni um sæti í Úrvalsdeild en lið númer 2 - 5 í deildinni munu keppa um laust sæti þar.  Efsta liðið í 1. deild fer beint upp og Ísfirðingar eru langleiðina búnir að tryggja sér það sæti en að öðru leyti er deildin jöfn og mörg lið eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni.

Staðan í 1. deildinni er þannig:  KFÍ 24 stig/13 leikir, Skallagrímur 16/11, Breiðablik 14/12, Hamar 12/11, ÍA 12/11, Höttur 10/11, Þór A 10/12, FSU 8/12, ÍG 8/13, Ármann 4/12.

You are here