Fréttir

Úrslitakeppni og öldungur

  • Skoða sem PDF skjal

Það hefur verið nóg að gera í blakinu síðustu mánuði og er núna riðlakeppni lokið og aðeins úrslitakeppnin eftir.

Stelpurnar í 2. deild fóru suður að keppa í úrslitum eftir að hafa unnið Austurlandsriðilinn. Enduðu þær í fjórða sæti og óskum við þeim til hamingju með það.

3. deildin átti líka sæti í úrslitakeppninni en því miður náðu þær ekki í lið til að fara suður og gáfu því eftir sætið sitt.

Næsta á dagskrá er Öldungamótið í blaki á Tröllaskaga. Er mikill áhugi fyrir því og munum við fara með þrjú kvennalið og eitt karlalið. Við óskum þeim góðs gengis.

Aðalfundur

  • Skoða sem PDF skjal

Aðalfundur Blakdeildar Hattar var haldinn 26. febrúar sl. Ný stjórn var kosin á fundinum. Hana skipa Magnús Jónasson, Ruth Elfarsdóttir, Soffía Brandsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir og Helga Jóna Jónasdóttir. Úr stjórn ganga Elínborg Valsdóttir og Málfríður Björnsdóttir.

Blakdeildin var rekin nánast á núllinu árið 2011 og er það mjög gott því ekki er ætlast til að deildin safni sjóðum á reikningum.

 

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (arsskyrsla_fyrir_2011.doc)arsskyrsla_fyrir_2011.doc 55 Kb
Download this file (skyrsla_strandblak[1].pdf)skyrsla_strandblak[1].pdf 285 Kb

Blak á nýju ári

  • Skoða sem PDF skjal

Þá er blakið komið á fullt á nýju ári. Æfingar hjá meistaraflokkum kvenna og karla eru óbreyttar. Karlar æfa í Fellabæ mánudaga kl. 18:30-20 og miðvikudaga kl. 19-20:30. Konur æfa á Egilsstöðum þriðjudaga kl. 20-21:30 og fimmtudaga kl. 21-22:30. Blakdeildin er síðan með Egilsstaðahúsið á sunnudögum kl. 15-17 þar sem mfl. kemur saman og spilar blak án þjálfara.

Blakmaður Hattar var krýndur á þrettándanum. Særún Sævarsdóttir hlaut titilinn fyrir árið 2011 og óskum við henni hjartanlega til hamingju með titilinn.

 saeja.jpg - 7.52 Kb

Mfl. karla vígir í dag nýja keppnisbúninga sem deildin fékk hjá JAKO. Þeir spila útileik við Huginn, Seyðisfirði í 2. deild karla. Leikurinn byrjar kl. 15.

Áfram Höttur!!!

Blak - Æfingar í vetur hjá meistaraflokki

  • Skoða sem PDF skjal

Blakæfingar hjá meistaraflokki karla verða í Íþróttahúsinu Fellabæ á mánudögum kl. 18:30-20 og á miðvikudögum kl. 19-20:30.

Blakæfingar hjá meistaraflokki kvenna verða í Íþróttahúsinu Egilsstöðum á þriðjudögum kl. 20-21:30 og á fimmtudögum kl. 21-22:30. Konur æfa í tvískiptum hóp og verða þjálfarar Hjördís Marta Óskarsdóttir og Jón Gunnar Axelsson.

Nýju vellirnir tilbúnir

  • Skoða sem PDF skjal

Nýju strandblakvellirnir í Bjarnadal eru tilbúnir til notkunar. Búið er að setja upp súlur, net og línur og þökuleggja í kring ásamt því að vinna undirlag og dreifa sandi yfir. Hópur sjálfboðaliða frá blakdeild Hattar ásamt nokkrum starfsmönnum ALCOA vann verkið í misjöfnu veðri en með góða skapið í farteskinu. Aðstaða til strandblakiðkunar á Egilsstöðum er því orðin til fyrirmyndar þar sem vellirnir kúra í skjólsælum dal í miðjum bænum.

 

You are here