Leik Hattar og Þórs í 1. deild körfunnar sem fara átti fram í kvöld (föstudaginn 28.2.) hefur verið frestað. Ófært er á milli Akureyrar og Reykjavíkur svo Þórsarar komast ekki á milli. Eftir á að staðfesta nýjan leiktíma en líklegt er að leikurinn verði á mánudag kl. 18:00.
Fréttir
Leik Hattar og Þórs í körfunni frestað
- Föstudagur, 28 Febrúar 2014 14:54
- Körfuboltadeild
- Hittni: 2085
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
Höttur-Tindastóll, laugardag kl. 18:30
- Föstudagur, 10 Janúar 2014 22:31
- Körfuboltadeild
- Hittni: 2020
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
Leik Hattar og Tindastóls í 1. deild körfunnar var frestað þar sem dómarar komust ekki til leiks. Búið er að koma Stólunum fyrir á Gistihúsinu svo hægt verði að leika á morgun og hefur hann verið settur á kl. 18:30 á laugardegi, 11. janúar.
11. flokkur liðanna lék í kvöld og höfðu Stólarnir betur en okkar drengir stóðu sig vel.
Höttur-Tindastóll, föstudag kl. 20 - FRESTAÐ
- Fimmtudagur, 09 Janúar 2014 22:27
- Körfuboltadeild
- Hittni: 2015
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
Höttur leikur gegn Tindastóli í körfunni á föstudagskvöld kl. 20. Höttur hefur unnið þrjá í röð og er í 3. - 5. sæti deildarinnar ásamt Breiðabliki og Fjölni, með 5 sigra og 3 töp. Þórsarar eru í öðru sæti með einum sigurleik meira en Stólarnir sitja taplausir á toppnum. Mjög mikilvægur leikur fyrir Hött og tækifæri til vera fyrsta liðið til að vinna Tindastól
LEIKNUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ ÞAR SEM FLUGI DÓMARA VAR AFLÝST.
Leikur 11. flokks Hattar gegn Tindastóli sem fara átti fram eftir 1.deildar leikinn verður leikinn kl. 20.
Dregið í Poweradebikarnum - Höttur fékk bikarmeistarana
- Sunnudagur, 27 Október 2013 22:34
- Körfuboltadeild
- Hittni: 1828
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
Dregið var í 32 liða úrslitum Powerade bikarsins, Bikarkeppni KKÍ, á dögunum. Það verður boðið upp á alvörukörfuboltaleik á Egilsstöðum því Höttur fékk heimaleik gegn ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan fór líka alla leið í úrslitarimmu Íslandsmótsins í fyrra svo við erum að fá eitt besta körfuboltalið landsins í heimsókn.
Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum fimmtudaginn 31. október kl. 18:30.
Tap og sigur í körfunni
- Sunnudagur, 27 Október 2013 22:24
- Körfuboltadeild
- Hittni: 2074
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
Höttur tapaði fyrsta heimaleiknum á leiktíðinni gegn FSU. Leikurinn var mjög jafn og gerði FSU út um hann með síðustu körfunni á lokasekúndu leiksins. Austurfrétt fjallaði um leikinn: http://www.austurfrett.is/sport/905-koerfubolti-fsu-lagdhi-hoett-a-lokasekundunni.
Síðasta föstudag lékum við síðan gegn Fjölni á þeirra heimavelli en Fjölnir féll úr Úrvalsdeild á síðustu leiktíð og eru erfiðir heim að sækja. Okkar menn gerður sér þó lítið fyrir og unnu sinn fyrsta leik í deildinni, 83-90. Leikurinn var jafn en Hattarliðið spilaði vel og innbyrti sanngjarnan sigur.
Næsti leikur í deildinni er heimaleikur gegn Hamri 8. nóvember.