Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Höttur byrjar vel í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur lék um helgina tvo leiki við KFÍ á Ísafirði og vann tvo mjög sterka sigra.  Leikurinn á laugardeginum fór 76-81 eftir að hafa verið jafn allan tímann.  Okkar strákar voru skynsamir og þolinmóðir og lönduðu sigrinum í fjórða leikhluta.  Tobin var stigahæstur með 24 stig en miklu munaði að Viðar raðaði niður þristum á ögurstundu.  Hann skoraði  19 stig.  Hreinn tók mest af fráköstum, 9 stykki. 

Seinni leikurinn vannst 65-70 en þar hafði Höttur frekar undirtökin allan leikinn.  Tobin gertði 34 stig og tók 12 fráköst, Viðar var með 11 stig og Hreinn Gunnar með 8 stig og 9 fráköst.  Það er mjög sterkt að fara til Ísafjarðar og vinna tvo jafna leiki á erfiðum útivelli svo þetta var flott hjá okkar strákum.

Fyrsti leikurinn okkar í 1. deildinni var við Þór á Akureyri og unnum við hann 55-72, svo við erum efstir í 1. deildinni eftir þrjár umferðir með 6 stig.

Við byrjum á fjórum útileikjum í deildinni því 24. október mætum við Val á Hlíðarenda.  Fyrsti heimaleikur Hattar í deildinni verður 7. nóvember þegar við fáum Hamar í heimsókn.  Hamar er, ásamt Hetti, eina taplausa liðið í deildinni núna en þeir hafa leikið tvo leiki en við þrjá.

Borði
You are here