Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Sigur á Þór í fyrsta leik í úrslitakeppninni

  • Skoða sem PDF skjal

Fyrsta leik í úrslitakeppni Hattar og Þórs A. sem fara átti fram á föstudag var frestað til sunnudags vegna ófærðar. Á sunnudegi braust Hattarliðið af milkul harðfylgi yfir öræfin og tók sú ferð vel á sjöundu klukkustund.  Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, fór fyrir fámennri en góðmennri stuðningssveit og fylgdi sínu liði til Akureyrar.

Höttur vann leikinn 84-72 og leiðir þar með 1-0 í einvígi liðanna.  Höttur komst í 0-8 í upphafi leiks og lét forystuna aldrei af hendi eftir það.  Mjög góður liðssigur hjá Hetti en Austin skoraði 22 stig og Hreinn Gunnar var mjög öflugur í vörn og sókn og gerði 20 stig.

Leikur númer tvö í rimmunni við Þór er þriðjudaginn 25. mars kl. 18:30 á Egilsstöðum.  Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki heldur áfram og mætir því liði sem vinnur einvígi Fjölnis og Breiðabliks en þar leiða Fjölnismenn 1-0 eftir sigur í fyrsta leik.

Borði
You are here