Anton Ástvalds í Hött(staðfest)

  • Skoða sem PDF skjal

anton hottur 2013

 

Meistaraflokkur karla er í erfiðri stöðu í 2.deild og því hefur stjórn rekstrarfélagsins ásamt þjálfara liðsins skoðað þann möguleika að styrkja liðið.

 Það er sönn ánægja að tilkynna það að varnarmaðurinn sterki Anton Ástvaldsson hefur skipt yfir í Hött og er löglegur í leiknum gegn Ægi á morgun.Anton er frábær karakter og kemur hann til með að hafa góð áhrif á liðið.

Rekstrarfélag Hattar bíður Anton velkominn á heimaslóðir.

Stjórn rekstrarfélagsins komst einnig að samkomulagi við varnarmanninn Joe Lamplough um að rifta samningnum við hann og er honum óskað velfarnaðar.

Englendingurinn Conor Sellars er væntanlegur á mánudaginn n.k á reynslu hjá Hetti.Conor er vængmaður en getur einnig leyst flestar stöður í sókninni.

Conor er sonur Scott Sellars sem spilaði m.a í efstu deild á Englandi með Newcastle og Bolton.

You are here