1.deild kvenna Höttur - Sindri.

  • Skoða sem PDF skjal

httur sindri mflkvk

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Sindrastúlkum á Vilhjálmsvelli s.l miðvikudagskvöld.Stelpurnar hafa verið í miklu stuði í síðustu leikjum og unnu Keflavík og Fjarðabyggð 8-0 og 8-1.

 Leikurinn var nokkura mínútna gamall þegar Sindrastúlkur missa einn sinn besta leikmann útaf vegna meiðsla,áfall fyrir gestina.Höttur náði oft á köflum upp flottu spili en vantaði herslumuninn til að komast í ákjósanlegt færi,engu líkara en þær væru eilítið stressaðar á boltanum,en það átti eftir að lagast.

Höttur jók sóknarþungann og á 37.mínútu átti Sigga góðann sprett sem endaði með góðu skoti sem markmaður Sindra varði út í teiginn og þar var Heiðdís fyrst í boltann og skoraði gott mark,staðan orðin 1-0.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bættu stelpurnar við öðru marki þegar Heiðdís átti flotta fyrirgjöf frá hægri kanti á fjærstöng sem Fanney skallaði af krafti á markið,markmaður gestana var í boltanum en hélt ekki boltanum og staðan því orðin 2-0 og þannig var staðan þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Jóna þriðja mark hattar með góðu skoti í vítateigsboganum,gott mark og staðan orðin 3-0.Hattarstelpur héldu áfram að spila boltanum sín á milli án þess að komast í afgerandi færi,það var svo á 73.mínútu sem Signý bakvörður lék boltanum upp völlinn frá miðjunni og átti skot fyrir utan vítateiginn sem hafnaði í stöngin,stöngin inn!,frábært mark sem innsiglaði sigur Hattar endanlega 4-0.

Myndir frá Grétari Reynissyni úr leiknum.

Næsti leikur hjá Stelpunum er á Vilhjálmsvelli á laugardaginn 20.júlí kl 14:00,sannkallaður toppslagur þar sem Höttur er í öðru sæti riðilsins en Fjölnir í því þriðja.

Áfram Höttur!!

You are here