Vormót FSÍ - úrslit

  • Skoða sem PDF skjal

Vormót FSÍ í hópfimleikum.

 

Vormót FSí var haldið á Selfossi helgina 10-12 maí.  Um 740 keppendur sóttu mótið víðsvegar af landinu.  Þetta er síðasta mót vetrarins í keppnisröð FSÍ.

Fimleikadeild Hattar var með 6 lið sem samanstóð af 50 keppendum.  Öll liðin stóðu sig vel og voru keppendur að gera mikið af nýjum stökkum í stökkseríum sínum.

 

Úrslit vormótsins:

3 flokkur 11-12 ára

Höttur kvk A  6 sæti

Höttur kvk B  17 sæti

Höttur drengir  1 sæti  - deildarmeistarar

2 flokkur  13-15 ára

Höttur kvk  9 sæti

Höttur mix  1 sæti

Opinn flokkur  - 15 ára og eldri

Höttur kvk  2 sæti

 

Keppnishelgin byrjaði á því að allir iðkendur í 3 flokk fóru í fimleikahús Stjörnunnar og tóku góða fimleikaæfingu í rúmlega 2 klst.  Vakti æfingin mikla gleði en jafnframt var mikið  spjallað, hvers vegna slík aðstaða væri ekki til staðar á Egilsstöðum.  Margar skemmtilegar tillögur komu fram um hvernig ætti að fjárafla fyrir slíkri aðstöðu.  Það vantar ekki eldmóðinn !

Veturinn er búinn að vera skemmtilegur og fimleikadeild Hattar átt góðan keppnisvetur.  Við þjálfarar notið samveru margra yndislegra iðkenda sem við eigum eflaust eftir að fá að njóta áfram.  

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (IMG_7188.JPG)IMG_7188.JPG 993 Kb
You are here