Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Höttur í jólafrí í 3. sæti

  • Skoða sem PDF skjal

Tveggja vikna frí fór ekki vel í okkar menn og þeir lágu fyrir sterku Hamarsliði í síðustu viku 73-88. Í kvöld unnum við hins vegar FSU, 108-93 og förum í jólafríið í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 sigra og 2 töp.  Besti árangur sem við höfum lengi séð og við erum í toppbaráttu.  Leikurinn gegn FSU var hörkuleikur og þó Höttur hafi leitt allan leikinn var forystan ekki nema fjögur stig um miðjan fjórða leikhluta.  Frisco Sandidge spilaði lítið í síðari hálfleik, var sparaður í þriðja leikhluta, með fjórar villur, kom svo inn á og fékk fljótlega sína fimmtu villu.  Frábært að sjá að aðrir leikmenn stigu upp og kláruðu leikinn.  Viðar og Austin Magnús voru stigahæstir með 28 og 27 stig.  Benedikt Hjarðar skoraði 2 stig og braut eina framtönn eftir olnbogaskot.  Hattarar hittu úr 17 þriggja stiga skotum í leiknum!

Borði
You are here