Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Toppslagur við Hamar á fimmtudag

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur mætir Hamri í 1. deild KKÍ í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum á fimmtudag kl. 18:30.  Leikurinn er feykilega mikilvægur fyrir Hött þar sem Hvergerðingar eru taplausir eftir fimm leiki en Höttur hefur tapað einum og unnið fimm.  Með sigri stimplum við okkur endanlega inn í toppbaráttuna.  Staða efstu liða í deildinni er þannig í dag:

Valur (U/T=6/0), Hamar (5/0), Höttur (5/1), Haukar (4/2), Breiðablik (3/3), Þór Ak. (3/3).

Mætum á leikinn.  Nú þurfum við að fylla Íþróttahúsið af áhorfendum og styðja Hött í toppslagnum.

Sessur til sölu.  Öllum ætti að líða vel á pöllunum því 10. flokkur Hattar verður með Hattar sessur til sölu á leiknum.

Borði
You are here