Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fimm sigrar eftir sex leiki

  • Skoða sem PDF skjal

altaltalt

Höttur vann mjög góðan útisigur á Breiðabliki í 6. umferð 1. deildarinnar.  Leikurinn endaði 86-97 en það var aðeins á síðustu þremur mínútum leiksins sem Höttur hrissti Blikana af sér.  Leikurinn var jafn allan tímann, Blikar höfðu eins stigs forskot eftir fyrsta leikhluta, Höttur eins stigs forskot í hálfleik og Blikar fjögurra stiga forskot eftir þriðja.  Leikurinn var vel leikinn af báðum liðum og líklega besti leikur vetrarins hjá Hetti.  Eftir leikinn hefur Höttur unnið 5 leiki og tapað 1 og er í efsta sæti deildarinnar með 10 stig ásamt Val og Hamri sem þó standa betur að vígi, bæði liðin taplaus.  Frisco og Austin Magnús hafa báðir verið að leika vel með Hetti og gegn Blikum voru þeir stigahæstir með 40 og 33 stig.

Borði
You are here