Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Góð byrjun í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Hattarar koma sterkir til leiks í 1. deildinni í körfuboltanum, hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og tyllt sér á toppinn í deildinni, ásamt Hamri og Val.

Í gærkvöldi fóru okkar menn á Skagann og unnu ÍA 73-89.  Leikurinn var sveiflukenndur því Höttur leiddi með 18 stigum eftir fyrsta leikhluta en Skagamenn komust inn í leikinn og náðu yfirhöndinni 45-44 snemma í þriðja leikhluta.  Þá setti Höttur aftur í fluggírinn, leiddi 51-70 eftir þriðja leikhluta og leit ekki til baka eftir það. Jöfn og góð frammistaða hjá Hattarmönnum en Frisco Sandidge var stigahæstur með 27 stig, Austin Magnús var með 20, Viðar 14, Andrés 13 og Benedikt 13.

Í fyrstu umferð fengum við Þór Akureyri í heimsókn í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og unnum öruggan sigur, 100-83.  Frisco var einnig stigahæstur í þeim leik en allt liðið lék mjög vel og varnarleikurinn var mjög góður.  Eysteinn Bjarni var sem límdur á sterkasta leikmann Þórsara sem einungis skoraði 2 stig í leiknum og þau af vítalínunni.  Það var afar ánægjulegt að sjá fulla áhorfendapalla á fyrsta leik Hattar og vonandi slær það tóninn fyrir veturinn.

Hattarliðið mætir greinilega vel undirbúið til leiks á mótinu og er til alls líklegt.  Ungu mennirnir stíga upp og Frisco og Austin Magnús eru báðir sterkir leikmenn og ekki síður prýðisdrengir sem falla vel inn í hópinn og taka þátt í öllu starfi félagsins.

Borði
You are here