Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fyrsti leikur í körfunni á fimmtudag

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur hefur leik í 1. deildinni í körfuboltanum með heimaleik gegn Þór Akureyri fimmtudaginn 11. október.  Leikurinn hefst kl. 18:30.

Þrír leikmenn hafa hætt með Hetti síðan á síðasta tímabili.  Það eru erlendu leikmennirnir Mike og Trevon og svo Bjarki Oddsson sem nú þjálfar líð Þórs og mætir með þá í fyrsta leik til Egilsstaða.  Í lið Hattar hafa bæst þeir Frisco Sandidge og Austin Magnús Bracy.  Þeir koma báðir frá Bandaríkjunum en Austin Magnús er hálfíslenskur og hefur áður leikið á Íslandi, með Val á síðustu leiktíð.  Annars er breytingin sú að ungir leikmenn Hattar eru orðnir einu ári eldri og reyndari.  Í leikmannahópi Hattar eru átta leikmenn innan við tvítugt.  Hinir hafa líka elst en það telst þeim ekki öllum til tekna.

Á næstunni munu leikmenn meistaraflokks Hattar ganga í hús og selja ársmiða á leiki Hattar.  Ársmiðinn kostar 5.000 kr. og gildir á alla níu heimaleiki Hattar í deildinni.  Aðgöngumiði á stakan leik kostar 1.000 kr. svo góð kaup eru í ársmiðanum og vonum við að bæjarbúar taki vel á móti leikmönnum og styðji við bakið á liðinu í vetur.

Borði
You are here