Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Körfuboltatímar í sumar

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltatímar verða í sumar fyrir alla iðkendur körfuboltadeildarinnar og aðra sem vilja prófa körfubolta, stráka og stelpur. Æfingarnar hefjast 26. júní og standa fram yfir Verslunarmannahelgi. Körfuboltatímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18:30 til 20:00. Allir aldursflokkar eru velkomnir og hópnum verður skipt upp eftir aðstæðum. Viðar Örn Hafsteinsson, yfirþjálfari deildarinnar, hefur umsjón með tímunum en ekki verður um stífar æfingar að ræða, áherslan verður meiri á að spila körfubolta og hafa gaman. Ath. að æfingatímarnir eru valdir til að skarast ekki við frjálsar og fótboltaæfingar hjá Hetti. Tímarnir verða endurgjaldslausir!

Borði
You are here