Úrslitakeppni og öldungur

  • Skoða sem PDF skjal

Það hefur verið nóg að gera í blakinu síðustu mánuði og er núna riðlakeppni lokið og aðeins úrslitakeppnin eftir.

Stelpurnar í 2. deild fóru suður að keppa í úrslitum eftir að hafa unnið Austurlandsriðilinn. Enduðu þær í fjórða sæti og óskum við þeim til hamingju með það.

3. deildin átti líka sæti í úrslitakeppninni en því miður náðu þær ekki í lið til að fara suður og gáfu því eftir sætið sitt.

Næsta á dagskrá er Öldungamótið í blaki á Tröllaskaga. Er mikill áhugi fyrir því og munum við fara með þrjú kvennalið og eitt karlalið. Við óskum þeim góðs gengis.

You are here