Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Höttur í öðru sæti fyrir lokaumferð körfunnar

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur vann 29 stiga sigur á ÍG í Grindavík, 91-120 í næstsíðustu umferð 1. deildar Íslandsmótsins í körfu.  Höttur er þar með í öðru sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.  Í leiknum gegn ÍG skoraði Mike Sloan 31 stig, Viðar 24, Trevon 19 og Kristinn 16 stig.  Höttur mun leika í umspili liða í 2.-5. sæti í deildinni og liðin í 2. og og 3. sæti fá heimaleikjarétt í fyrstu viðureignunum.  Síðasti leikur deildarkeppninnar verður 9. mars á Egilsstöðum gegn Breiðabliki.  Breiðablik er eitt af liðunum sem berst um sæti í umspilinu og við töpuðum fyrir þeim eftir framlegngingu í fyrri umferðinni.

 

Mjög mikilvægur leikur föstudaginn 9. mars kl. 18:30 gegn Breiðabliki og við verðum að fjölmenna í Íþróttamiðstöðina!

Borði
You are here