Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Höttur í umspil um sæti í Úrvalsdeild

  • Skoða sem PDF skjal

Eftir fimm leikja sigurhrinu hefur Höttur tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitakeppni um eitt laust sæti í Úrvalsdeild KKÍ á næstu leiktíð.  Höttur er kominn í þriðja sæti deildarinnar eftir sigra um helgina gegn Hamri á heimavelli, 85-70, og gegn Skallagrími í Borgarnesi, 86-97, en Skallagrímur er í öðru sæti deildarinnar.  KFÍ hefur þegar tryggt sér sigur í deildinni og þar með sæti í Úrvalsdeild en fjögur næstu lið munu berjast um annað sætið.

Staða efstu liða í 1. deildinni er nú þannig; KFÍ 30 stig/16 leikir, Skallagrímur 22/15, Höttur 20/16, Hamar 18/15, Breiðablik 16/15, Þór A. 14/15.

Önnur lið geta náð okkur að stigum en á jöfnum stigum munum við raðast ofar en Hamar, Þór og Skallagrímur vegna innbyrðis viðureigna.

Síðustu tveir leikir Hattar í deildinni eru gegn ÍG úti 24.2. og gegn Breiðabliki heima 9.3.

Borði
You are here