Blak á nýju ári

  • Skoða sem PDF skjal

Þá er blakið komið á fullt á nýju ári. Æfingar hjá meistaraflokkum kvenna og karla eru óbreyttar. Karlar æfa í Fellabæ mánudaga kl. 18:30-20 og miðvikudaga kl. 19-20:30. Konur æfa á Egilsstöðum þriðjudaga kl. 20-21:30 og fimmtudaga kl. 21-22:30. Blakdeildin er síðan með Egilsstaðahúsið á sunnudögum kl. 15-17 þar sem mfl. kemur saman og spilar blak án þjálfara.

Blakmaður Hattar var krýndur á þrettándanum. Særún Sævarsdóttir hlaut titilinn fyrir árið 2011 og óskum við henni hjartanlega til hamingju með titilinn.

 saeja.jpg - 7.52 Kb

Mfl. karla vígir í dag nýja keppnisbúninga sem deildin fékk hjá JAKO. Þeir spila útileik við Huginn, Seyðisfirði í 2. deild karla. Leikurinn byrjar kl. 15.

Áfram Höttur!!!

You are here