Nýju vellirnir tilbúnir

  • Skoða sem PDF skjal

Nýju strandblakvellirnir í Bjarnadal eru tilbúnir til notkunar. Búið er að setja upp súlur, net og línur og þökuleggja í kring ásamt því að vinna undirlag og dreifa sandi yfir. Hópur sjálfboðaliða frá blakdeild Hattar ásamt nokkrum starfsmönnum ALCOA vann verkið í misjöfnu veðri en með góða skapið í farteskinu. Aðstaða til strandblakiðkunar á Egilsstöðum er því orðin til fyrirmyndar þar sem vellirnir kúra í skjólsælum dal í miðjum bænum.

 

You are here