Austurlandsmót í blaki

  • Skoða sem PDF skjal
 

Sunnudaginn 10. apríl var haldið Austurlandsmót í blaki á Seyðisfirði.

Einn Austurlandstitill vannst, en það var í fyrstu deild kvenna þar sem Höttur A vann nokkuð sannfærandi og varði þar með titil sinn.

Hinum liðunum gekk bara vel. Höttur B varðí þriðja sæti og Höttur C í fjórða sæti í 2. deild kvenna. Karlalið Hattar varð í 3. sæti. Aðeins voru veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverri deild, en spilað var í einni deild karla þar sem fimm lið tóku þátt og tveimur deildum kvenna þar sem þátttökulið voru samtals fjórtán.

Myndir frá mótinu eru á slóðinni: http://uia.is/index.php?option=com_rsgallery2&gid=33&Itemid=60

You are here