Íslandsmót í hópfimleikum 2013

  • Skoða sem PDF skjal

Íslandsmót í hópfimleikum fór fram í fimleikahúsi Stjörnunnar helgina 1-3 mars.

Sex lið fóru frá Hetti eða 59 keppendur á aldrinum 10-22 ára.  Að vanda stóð Hattarfólk sig með sóma bæði innan vallar sem utan.

Úrslit:

3 flokkur  - 11-12 ára:

5 sæti -  Höttur A
10 sæti - Höttur B
1 sæti - Höttur drengir - íslandsmeistarar

2 flokkur - 13-15 ára

9 sæti - Höttur kvk

1 sæti - Höttur mix - Íslandsmeistarar

Opinn flokkur - 15 ára og eldri

2 sæti - Höttur 


Árangur helgarinnar kom okkur á óvart þar sem gerðar voru breytingar á reglum hjá FSÍ haust 2012.

Reglurnar voru hertar og eru nær Evrópureglum í hópfimleikum.

Í dag er aðeins ein deild og við hjá fimleikadeild Hattar gleðjumst á meðan við náum að fylgja liðum sem búa við betri æfingaraðstöðu.

Elstu  iðkendur fimleikadeildarinnar urðu eftir og tóku tvær fimleikaæfingar í Stjörnuhúsinu á mánudeginum eftir mót.  Nýttu krakkarnir vel aðstöðuna 

og æfðu rúmlega 5 tíma þennan dag og voru mörg stökk framkvæmd í heild sinni í öruggri aðstöðu,  undirbúningur viðkomandi stökkva

eru búin að vera í undirbúningi síðustu mánuði í íþróttahúsinu okkar.alt

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (IMG_0933.JPG)IMG_0933.JPG 1968 Kb
Download this file (IMG_0936.JPG)Íslandsmót hópfimleikarMyndir af keppendum1952 Kb
Download this file (IMG_0945.JPG)IMG_0945.JPG 2085 Kb
You are here